Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
iwide0a695d9cae6
Aðalefni
eGov

Íbúar ætlast til þess að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar komi til móts við þarfir fólks og bjóði uppá rafræna málsmeðferð. Fólk gerir kröfur um alvöru 24/7 þjónustu og skilvirkni í stjórnsýslunni.

Nýttu þér tilbúnar lausnir Idega eGov v3 fyrir rafræna stjórnsýslu. Á örfáum vikum getur þú komist í framlínu þeirra sem bjóða aðlaðandi og framsækna sjálfsafgreiðslu á netinu. Hagnýttu þér reynslu þeirra sem rutt hafa brautina bæði hérlendis og erlendis.

Hægt er að innleiða Idega eGov v3 í þeim takti sem hver og einn kýs. Kjarninn í lausninni er þjónustugátt íbúa og viðskiptavina. Síðan eru valdar þær þjónustur og rafrænu ferlar sem til eru og henta í hverju tilviki. Auðvelt er að aðlaga ferla og smíða nýja. Stígum skrefið yfir í nútímann og innleiðum Idega eGov v3.

 

Gott dæmi: Óskar J. Sandholt, Seltjarnarneskaupstaður

Óskar J. SandholtSeltjarnarnesbær valdi kerfi frá Idega fyrir rafræna stjórnsýslu sína eftir vandlega skoðun. Kerfið er bæði sveigjanlegt og aðgengilegt fyrir starfsmenn jafnt sem íbúa og hefur reynst vel. Idega hefur að auki reynst frábær samstarfsaðili og þjónusta starfsmanna fyrirtækisins er til fyrirmyndar. Seltjarnarnesbær ætlar sér stærri hluti í framtíðinni á sviði rafrænnar stjórnsýslu og við hlökkum til að eiga áframhaldandi samstarf við Idega varðandi það. Skoða

 

Möguleikar

Vöru möguleikar
 • Þjónustugátt - málaskrá á netinu

  Þjónustugátt Idega eGov v3 er tenging íbúa við sveitarfélag eða stofnun. Þar sækja íbúar þjónustu, senda umsóknir, fá skilaboð og ganga frá sínum málum. Með þjónustugátt Idega er unnt að tengja saman allar rafrænar þjónustur og gagnvirk samskipti á netinu. Skoða

 • Erindi og ábendingar

  Er ekki mikilvægt að viðskiptavinir, almenningur og íbúar geti komið á framfæri ábendingum eða kvörtunum til þjónustustofnana? Með því að stýra erindum og ábendingum á einfaldan og skilvirkan hátt til þeirra sem veita þjónustu er auðveldara fyrir stjórnendur að átta sig á þörfum og óskum viðskiptavina. Erinda- og ábendingakerfi Idega er einfalt og öflugt stjórntæki í þjónustustjórnun. Skoða

 • Þjónustuferlar sveitarfélaga

  Í samstarfi við fjölmörg sveitarfélög, stór og smá, á Íslandi og erlendis, hefur Idega smíðað fjölmargar rafrænar þjónustur og afgreiðsluferla hjá sveitarfélögum. Kannaðu hvort lausnin sem ykkur vantar sé ekki þegar til uppi í hillu hjá Idega. Skoða

 • Þjónustuferlar ríkisstofnana

  Idega eGov v3 hefur verið sett upp og þróað sérstaklega fyrir íslenskar ríkisstofnanir. Nú geta ríkisstofnanir komið á fót öflugu samskiptakerfi á Netinu með tengingu við málaskrár. Í stað símhringinga og tölvupósta getur almenningur og sértækir viðskiptavinir gengið frá sínum málum hratt og örugglega en umfram allt skipulega. Skoða

 • Tengingar við bakendakerfi - vefþjónustur

  Enginn er eyland! Idega eGov v3 tengist hinum ýmsu opinberum skrám og bakendakerfum. Með stöðluðum vefþjónustum á milli kerfa er unnt að nýta styrk sérhæfðra kerfa sem saman vinna sem ein heild. Skoða

 • Stafrænt sjónvarp – eGov TV

  Ljósleiðarvæðing á Íslandi er hafin af fullum krafti. Með ljósleiðurum opnast áður óþekktar víddir í flutningsgetu gagna til og frá heimilum. Sjónvarpstækið hefur fengið nýtt hlutverk. Með nýrri lausn frá Idega, eGov TV, getur sveitarfélagið komið á framfæri myndefni, fréttum, tilkynningum o.fl. beint í sjónvarpstæki íbúa. Idega eGov TV kerfið er hluti af heildarlausn Idega fyrir rafræna stjórnsýslu sveitarfélaga. Skoða

Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband