Slogan
Vefkerfi eftir þínu sniði
Traust samvinna gefur meiri arð

Idega hugbúnaður starfar á þremur markaðssvæðum, Íslandi, Skandinavíu og í baltnesku löndunum.

Á heimamarkaði, Íslandi, veitir Idega heildarþjónustu á sviði hugbúnaðarlausna en sérhæfð hýsingarfyrirtæki annast rekstur og umsjón kerfa. Í sumum tilvikum velja viðskiptavinir að hýsa og reka kerfin sín sjálfir. Komist hefur á almennt samstarf á milli Idega og tveggja stórra fyrirtækja á þessu sviði, ANZA og Skýrr. Samstarfið við þau nær einnig til samþættingu kerfa og heildarlausna.

Orkuveita Reykjavíkur valdi Idega sem samstarfsaðila á sviði sérlausna fyrir stafrænt sjónvarp. Í tengslum við ljósleiðaravæðingu Orkuveitunnar hefur verið komið upp þjónustuveitu fyrir sjónvarpstæki heimilanna. Í þeirri þjónustuveitu er m.a. boðið uppá sveitarfélagsgátt sem Idega hefur þróað og er hluti af idegaWeb eGov.

Fjögur stór sveitarfélög í Svíþjóð nota 24/7 rafræna þjónustugátt Idega og ýmis bakendakerfi. Tæknifyrirtækið IST AB stendur fyrir þjónustu- og rekstri lausnanna. Idega vinnur með IST að viðhaldi og þróun hugbúnaðarins. Við þróun lausnanna var smíðaður stuðningur við rafræn skilríki. Tæknifyrirtækið Nexus AB sérhæfir sig í öryggislausnum og átti Idega samstarf við Nexus á þessu sviði.

Ráðgjafarfyrirtækið SIA KSG, sem er undir forystu Dr. Jóns Þórs Þórhallssonar, fyrrverandi forstjóra Skýrr, hefur aðstoðað Idega í stefnumótun og viðskiptaþróun. Auk þess hefur hann hjálpað Idega við að koma á fót deild til framleiðslu á hugbúnaði í Vilnius, Lithauen.

Footer
©2009 Allur réttur áskilinn IOS hugbúnarður ehf. | Brautarholt 10-14 | 105 Reykjavík | Sími 554 7557 | Hafðu samband